Rauðamyrkur: söguþættir

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1973
Flokkur: 

Úr Rauðamyrkri:

Í varðhaldsvistinni á Hjaltastöðum bar Otti sveinsson fyrir sig lasleika eins og undangenginn tíma. Var gæzla hans því eigi svo ströng sem þurfti. En hafður var hann á slæmum skinnskóm, segir sagan, svo honum yrði óhægra að komast langt ef hann slyppi.
   Og Otti slapp! Á fjórða degi vistarinnar í húsum sýslumanns „sá hann sér lag til þess að strjúka“. Þá var sunnudagskvöld, og í skjóli myrkurs rauk hann út í buskann. Sýslumaður taldi víst að hann væri hlaupinn af stað heim til Hóla og sendi undireins tvo menn þangað. Þeir riðu aftur í hlað á Hjaltastöðum kvöldið eftir slyppifengir. „O, hann Otti minn kemur aftur“ er haft eftir sýslumanni. Að vísu „kom Otti aftur“, en síður með þeim hætti sem Eggert sýslumaður bjóst við.

(s. 43, 2. útg., endurskoðuð, Mál og menning, 2000)