Pysjunætur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1997

Bruce McMillan: Nights of the Pufflings.

Af bókarkápu:

Lundinn er farfugl og á hverju vori snýr hann aftur til Íslands af suðlægari slóðum til að verpa. Milljónir lunda eiga sér hreiður í Vestmannaeyjum og þar eiga Halla og vinir hennar líka heima. Þau bíða óþreyjufull eftir því að ungarnir, sem kallast pysjur, verði fleygir. Eina ágústnóttina leggja svo pysjurnar af stað í sína fyrstu ferð að heiman. Ekki rata þó allar beinustu leið út á sjó, sumar lenda inni í bænum og komast hvorki lönd né strönd. En þá kemur til kasta Höllu og annarra barna í Vestmannaeyjum að bjarga þeim. Þau fá að vaka frameftir þessar nætur til að leita pysjurnar upi í myrkrinu og hjálpa þeim aftur til sjávar - og út í heim.