Óvænt stefnumót

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1991

Pam Lyons: One of the Boys.

Úr óvæntu stefnumóti:

Ef hann verður þá einhverntíma tilbúinn, hugsaði hún. Það var svo margt sem þurfti að gera. Svo margt sem þurfti að finna. Og það var ekki auðvelt. Auðveldast hafði verið að finna sjálfan bílinn. Erfiðara yrði að hafa upp á öllum nauðsynlegum varahlutum. Jeremy hægði á sér þegar þau nálguðust aðalumferðaljósin í Aðalstræti, þar sem beygt var út á veginn heim. Græna ljósið logaði enn, en Jeremy hægði samt á sér til öryggis, ef vera kynni að gula ljósið kviknaði skyndilega. Hann færði sig yfir á hægri akreinina og bjóst til að beygja, þegar hvítur, opinn sportbíll skaust skyndilega út á gatnamótin rétt í sama mund og ljósin breyttust og fór þvert í veg fyrir þau. Jeremy hemlaði snögglega og þunga hjólið stöðvaðist mjúklega – aðeins nokkrum sentímetrum frá afturhjólum sportbílsins sem ók í veg fyrir þau. Gerry snarsneri höfðinu. Hún rétt náði að sjá í svip heljarmiklar herðar, ljósan hármakka og Patsie við hliðina með svarta hárið flaksandi aftur af höfðinu í vindinum.

(s. 44)