Óskastundir : Saga handa börnum

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1997
Flokkur: 

Margrét Laxness myndskreytti.

Úr Óskastundir:

 Lögreglan var farin og búið að negla aftur pakkhúsdyrnar. Systkinin skriðu út um þakhlerann og Vaskur á eftir þeim, þau klifruðu niður kassafjallið og gengu heim á leið.
 þú ætlaðir þá ekki að fara að kaupa meira dóp? spurði Hildur.
 Nei, það hafði Hrafn ekki ætlað sér. Hann skuldaði dópgenginu fimmtán þúsund og Jói hafði skipað honum að borga strax en hann átti ekki nóg. Hann var búinn með allt sem hann vann sér inn í rækjuvinnslunni í sumar.
 Hrafn hafði fyrst hitt Jóa og vini hans á útihátíð. Þeir voru allir hættir í Fjölbraut, þeir máttu ekki vera að neinu lengur nema vera í dópi. Þeir seldu hass og e-pillur og græddu nóg á því til að kaupa sterkara dóp handa sjálfum sér. Þeir seldu forvitnum unglingum. Hva, það gerir ekkert til þótt maður prófi, sögðu þeir. Maður verður að prófa eitthvað nýtt, það meikar engan diffa. Reyna að fíla allt í botn.
 Maður vill ekki vera einhver aumingi og þora ekki að prófa neitt, sagði Hrafn. Það er líka allt ókeypis fyrst. En svo vill maður meira og þá þarf að borga. Borga heilmikið.

(s. 87)