Örlagasöngur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1991

Phyllis A Whitney: The Singing Stones.

Úr Örlagasöng:

„Segðu mér frá Söngdröngunum“ sagði ég og elti Jilly þangað sem kamburinn tók að halla niður í dalverpi.
„Þú færð að sjá þá.“ Hún einbeitti sér að því að komast á áfangastað og hraðaði sér áfram þar til hún kom að þallarlundi þar sem grænar greinar slúttu undan þunga sínum niður að jörð. Þar nam hún staðar, leit við og lagði fingur á varir sér – eins og einhver gæti heyrt til okkar á þessum ósnortna, eðlilega stað.
„Þú hefðir aldrei giskað á það,“ hélt hún áfram, „af því hvernig vegurinn liggur yfir hæðirnar, en býlið er beint fyrir neðan okkur hérna – Lárviðarekrur. Langafi minn notaði auðvitað ekki það nafn þegar hann kom hingað. Meryl frænka gaf staðnum nafnið. Fyrir utan Julian frænda veit enginn hvað er hérna uppi nema pabbi.“ hvíslaði hún. „Og pabba er auðvitað nákvæmlega sama núna. Passaðu á þér höfuðið, Lynn.“
Hún lyfti upp flaksandi greinum og beygði sig undir þær, hélt þeim svo uppi svo ég gæti fylgt á eftir. Þegar þær féllu aftur í samt far að baki mér með miklu skrjáfi, rann upp fyrir mér að við vorum komnar á lítið afmarkað svæði – grasbala hér inni á milli þallanna, sem var umkringdur trjám á alla vegu nema þar sem hár hamar reis þverhníptur fyrir aftan okkur og lokaði balann ekki síður af en trén. Vitaskuld var þetta einmitt felustaður sem barn eins og Jilly hrifist af – og myndi gæta eins og ómetanlegs leyndarmáls.

(s. 123)