Örfok

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005
Flokkur: 

Af bókarkápu:

Örfok eftir Eyvind P. Eiríksson er listilega vel skrifuð skáldsaga sem hittir lesandann í hjartastað. Frammi fyrir erfiðasta viðfangsefni lífsins Ástinni leitar höfundur lausna í uppsprettulind sjálfrar móður náttúru. Þar tekur við hið fullþroska skáld og meistari íslenskrar tungu og eys úr viskubrunni hjartans af listrænni nautn í svörum sínum við áleitnum spurningum.

Úr Örfoki:

Nei, það er hugsanlegt að við getum pantað sófa með næstu þyrlu, sem kannski kemur fram hjá eftir tíu ár, þegar þeir eru hættir að nenna að leita að okkur þar sem þeir halda að við séum og farnir að fljúga yfir hálendið með túristana sína, þá kannski kasta þeir niður til okkar sófa, þá geturðu legið hér á sófanum. Er eitthvað fleira sem þig vantar? Þá pöntum við það bara með þyrlunni. Heldurðu að ÞÚ hefðir þá gaman af að hlusta á klið vatnsins? Viltu heldur fiðlurnar sem kliða eða klarinettin sem tölta tónstigana? Sjáðu þessa gáru þarna, hún minnir ekkert a´klarinett, hvernig getur þá klarinettið minnt á hana? Klarinettið trítlar eins go litla aldan, segirðu, já já, öllum sitt, ÞÚ vilt heldur heyra tóna um náttúruna en tóna náttúrunnar.

(62)