Orðspor: gildin í samfélaginu

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2008
Flokkur: 

Um bókina:

Í bókinni Orðspor – gildin í samfélaginu fjallar Gunnar Hersveinn um hvernig einstaklingar geta lagt öðrum lið og tekið þátt í því að bæta samfélag sitt. Tekur hann þar upp þráðinn frá metsölubókinni Gæfuspor – gildin í lífinu sem fjallar um viðleitni eintaklinga til að bæta sjálfa sig með því að efla tilteknar dyggðir og rækta tilfinningar; hér er horft út á við – á hvernig við getum bætt samfélagið.

Markmið bókarinnar er að sporna gegn kæruleysi og aðgerðarleysi með uppbyggilegri gagnrýni og athugun á samfélagsmálum. Tekið er á uppeldismálum, jafnréttismálum, umhverfismálum og trúmálum og rætt ítarlega um hlutverk fjölmiðla. Fjallað er á greinargóðan hátt um fjölmörg gildi og þýðingarmikla þætti, svo sem sjálfstæða hugsun, fyrirmyndir, fegurð, fátækt og velmegun, hið góða og lygina, nægjusemi og jákvætt hugarfar, völd og umönnun, frístundir kynjanna og karllægar fréttir.