Ógleymanlegir menn : Viðtöl I

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1977
Flokkur: 

Af bókarkápu:

Í þessari bók lítur blaðamaður um öxl og bregður upp myndum af ógleymanlegum mönnum, sem hann hefur rætt við. Sagt er frá stórskemmtilegri heimsókn til Haraldar Á. Sigurðssonar leikara og rithöfundar, sem fer á kostum, ekki sízt er hann lýstir vini sínum Púlla, rólegasta manni sem fæðzt hefur á Íslandi. Einnig er ítarlegur þáttur um vin Haraldar og starfsfélaga, Alfred Andrésson, sem að margra dómi var bezti gamaleikari landsins bæði fyrr og síðar. Carl Olsen stórkaupmaður og ræðismaður segir frá lífi og starfi framkvæmdamannsins - og hér eru menn úr alþýðustétt ljóslifandi: Bjarni Kjartansson trésmiður á Laugaveginum, sem setið hefur í öllum bekkjum í lífsins skóla, neðan úr forarmógröfum og upp í það að pólera fíneríisstykki fyrir Þjóðleikhús Íslendinga, og Höskuldur hestamaður frá Hofsstöðum, sem ræðir um hestapreng og lausavísur og brugg á bannárunum sælu. Mörgum kunnum listamönnnum bregður fyrir, svo sem Jóni Leifs tónskáldi, Stefáni Íslandi óperusöngvara, Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi, Arndísi Björnsdóttur leikkonu, rithöfundunum Kristmanni Guðmundssyni og Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni, Sigfúsi Halldórssyni tónskáldi og listmálara, Óskari Gíslasyni kvikmyndagerðarmanni, að ógleymdum Ríkharði Jónssyni myndhöggvara, sem segir sögur af séra Árna Þórarinssyni og Einari Benediktssyni. Bókinni lýkur á heimsókn til Alberts vitavarðar í Gróttu, sem segir draugasögur - meðan stöðugt fellur að.