Og trén brunnu : Úrval nútímaljóða frá Þýska sambandslýðveldinu

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989

Wolfgang Schiffer valdi ljóðin og annaðist útgáfuna ásamt Franz Gíslasyni. Sigurður A. Magnússon er meðal þýðenda, en hann þýddi ljóð Marie Louise Kaschnitz, Ingeborg Bachmann, Günter Eich, Ralf Thenior og Guntram Vesper.

Úr Og trén brunnu:

GERVITENNUR [eftir Ralf Thenior, þýtt af Sigurði]

Maður sér á þeim
hvað er á seyði
þegar þau rása hikandi
um breyttan daginn
með óeðliega strengdar varir,
síbros í munnvikunum.
önug láta þau glitta í nýju tennurnar
og einhverstaðar í kollum þeirra hringsnýst
spakmæli veggspjalda í neðanjarðarlestum:
Vinna til extugs,
fara svo að lifa.
Þau eiga ekki langt í land.

. . . . . . . . .

SNÓR [einnig eftir Ralf Thenior, í þýðingu Sigurðar]

Ég er að leita að glerkúlu
með sona þorpi innaní
sem hægt er að hrista
þá snjóar það
bara sona þorpi
í glerkúlu
þarsem snjóar
þegar maður hristir
glerkúlu
sona til að hrista
þá fellur snjór
skiljið þér

(143 og 145)