Ofurnæfur

Höfundur: 
Þýðandi: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2000

Um þýðinguna

Skáldsagan Naiv. Super eftir Erlend Loe í þýðingu Þórarins Eldjárn.

Úr Ofurnæfum

Líf
Maður sem vegur 70 kíló inniheldur meðal annars:
-45 lítra af vatni
-Kalk sem nægir til að hvítta hænsnahús
-Fosfór sem nægir í 2200 eldspýtur
-Feiti í u.þ.b. 70 sápustykki
-Járn í einn tútommunagla
-Kolefni í 9000 ritblý
-Eina skeið af magnesíum

Ég er yfir sjötíu kíló.

Og ég man eftir sjónvarpsþáttaröð sem hét Alheimurinn. Carl Sagan var á vappi í leiktjöldum sem áttu að líkjast geimnum og tók sér í munn stórar tölur. Í einum þættinum sat hann fyrir framan tank sem var fullur af þeim efnum sem eru í manninum. Hann hrærði í tankinum með priki og var að velta því fyrir sér hvort hann gæti skapað líf. Hann gat það ekki.

s. 43.