Ofurhetjuvíddin

Ofurhetjuvíddin, Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2018
Flokkur: 

 

Bókin er nr. 4 í bókaflokkinum um bernskubrek Ævars vísindamanns.

Rán Flygenring myndskreytti.

Um bókina

Varúð! Í þessari bók eru hugrakkar hetjur en líka skuggalegir skúrkar!

Þegar hinn 12 ára gamli Ævar sogast yfir í annan heim þar sem allir eru ofurhetjur þarf hann að taka á honum stóra sínum ef hann ætlar að komast til baka. En langar hann aftur heim til sín? Og hvers vegna eru hetjur farnar að hverfa?

úr bókinni

 

 "Við vorum ... nokkur," sagði Karen Líf lágt.

"Nokkrar hetjur ..." Ævar færði sig nær. 

Reykjavík, nei fyrirgefðu Hetjuvík, er auðvitað stútfull af hetjum. Ævar hafði gleymti því að það væru fleiri en bara þessar fimm sem sátu fyrir framan hann.

"Bíddu, þanng að þið heimsækið stundum aðrar ofurhetjur?" greip Ævar (óvart) fram í fyrir Karen Líf. Stundum þurfum við fleiri til að sigra erfiða skúrka." sagði Flug-Freyja. "Þá er gott að eiga góða vini. Við höfum til dæmis stundum unnið með Sunnuhlíð, sem er sveit ofurhetja sem eru yfir sjötugu." Ævar flissaði. Gamalt fólk með skikkjur var eitthvað sem hann væri til í að sjá. "Og Alþingi, auðvitað. Þau hafa reynst okkur vel," bætti hún við. Ævar glápti á Flug-Freyju.

"Alþingi?" Hún kinkaði kolli. Ævar átti ekki til orð. Mamma hans hafði einu sinni unnið á Alþingi og honum gat ekki annað en fundist það bæði spennandi og pínu fyndið að hugsa um allt fólkið í fínu fötunum sem var alltaf að rífast - nema núna allir með ofurkrafta. "Ertu að segja mér að allir þingmenn og -konur á Alþingi hafi ákveðið að stofna ofurhetjusveit?" Hetjurnar störðu á Ævar. Hann hélt áfram "Að, þú veist, sjávarútvegsráðherra passi hafið í kringum Ísland og geti andað í kafi, fjármálaráðherra verndi alla peningana okkar því hann er orðinn mannlegur peningaskápur og að landbúnaðarráðherrann knúsi hvert einasta lamb á landinu góða nótt áður en það fer að sofa því hann getur hlaupið svo hratt?" Ævar leit spenntur á hetjurnar.

"Ehh ... " byrjaði Eld-Einar.

"Nei ..." tók GG við.

"Allir sem unnu á Alþingi nýttu kraftana sína aðallega í að gera allt voða kósý heima hjá sér, sko," sagði Svaka-Stefán. "Og þegar alt var orðið voða kósý heim ahjá þeim héldu þau sig bara þar."

"Ó," sagði Ævar vonsvikinn. Karen Líf horfði út í loftið - nánast ein og hún væri að hverfa aftur inn í sjálfa sig. Hún hreyfði varirnar en ekkert hljóð kom. Krakkarnir tóku ekki eftir því.

"Eftir að þingmennirnir og -konurnar stungu af stóð Alþingishúsið niðri í miðbæ autt," sagði Flug-Freyja. "Þangað til annar hópur af ofurhetjum ákvað að flytja þangað inn. Þau kalla sig Alþingi." Hún brosti. "Ekki frumlegasta nafnið, en þau eru fínasta fólk. Taka samt stundum aðeins og stóra hluti að sér," og hópurinn hló. Grasið kringum Eld-Einar byrjaði að frjósa af kæti. Karen Líf hélt áfram að reyna að segja eitthvað en ekkert heyrðist. 

"Munið þið þegar þau ætluðu að færa Viðey?" skellihló Eld-Einar.

"Og svo misstu þau hana óvart!" veinaði GG. "Þess vegna er hún núna kölluð Úps-ey!"

(s.121-123)