Nýtt líf

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1983

Af mynddiski:

Matsveinninn Daniel og veitingaþjónninn Þór eru reknir af Hótel Sögu vegna óvenjulegrar framkomu við matargest. Þeir ákveða að fara af landi brott og byrja nýtt líf - í Vestmannaeyjum. Þeir sigla undir fölsku flaggi og ráða sig í vinnu hjá stærsta fiskvinnslufyrirtækinu í Eyjum, þar kynnast þeir Víglundi verkstjóra, (Þú ert kallaður Lundi, er það ekki?), bónus víkingnum Axel, ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu, Maríu Lundadóttur og skipstjóranum hjátrúarfulla og fjölmörgum öðrum ógleymanlegum persónum.

Handrit og leikstjórn: Þráinn Bertelsson.