Ný ljóð

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1985
Flokkur: 

Úr Nýjum ljóðum:

Kvæði

Stundum koma kynlega fyrir sjónir
kvæði sem rísa framundan eins og veggir –
ég hugsa efins: eru þetta ljóð ...

Þau virðast kannski í meira lagi lík
iðju sem er annað en hagsmíð bragar
en eitthvað skyld – og mér að fornu kunn.

Minn huga ber að brúarsmíð við gilið:
faðir minn sveittur leggur stein við stein.

Strábrýr veikar eru ljóð mín og dagar.