Núna

Núna eftir Þorstein frá Hamri
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2016
Flokkur: 

Úr Núna

Draumljóð

Öllum brotum
var þröngvað í sjónhending saman

og ég saknaði brotanna:

hvert um sig hafði sitt
líf, gljáa og lit.

Allt varð eitt,
heilt, en stirðnað í storku
sem líkt og samkvæmt tilskipun
gaf frá sér glit;

enginn vottur
innileiks, þrár eða kynngi ...

Ég lauk upp augum með létti:
í lautunum kringum mig sá ég
berin gefa bláan, svartan og rauðan
lit, hvern sínu lyngi.

(15)