Nóttin samin í svefni og vöku

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2008
Flokkur: 

Í safninu eru öll áður útgefin verk Steinars auk efnis af ýmsu tagi sem ekki hefur komið fyrir almennings sjónir áður. Steinar endurritaði margar bóka sinna og þær endurritanir eru gefnar út í safninu eins og hann gekk frá þeim en þær hafa ekki áður birst á prenti.

 

Vegabréfum Steinars Sigurjónssonar ber saman um að hann hafi verið 176 sentimetrar á hæð. Hárið skollitað, en litur augnanna er á reiki, jafnvel frá sjónarhóli hins opinbera. Augun eru ýmist sögð blá eða gráblá. Þeir sem mættu Steinari á götu undir lok níunda áratugar tuttugustu aldar og í byrjun þess tíunda gátu sér þess til að þessi maður hlyti að hafa sloppið út úr bók, og þá að öllum líkindum skáldsögu eftir sjálfan sig. Lífið hafði tálgað kinnar hans, augun allt of stór fyrir andlitið, svipurinn bar þess merki að maðurinn hafði á einhvern hátt lifað of miklu lífi, ef til vill upplifað bæði hungursneyð og flóð í fjarlægum löndum. Á einhver furðulegan hátt leit hann út fyrir að vera afurð verka sinna. Samtímalýsingar - og verk Steinar Sigurjónssonar að einhverju leyti líka - bregða upp myndum af ofurviðkvæmum manni sem áleit á sínum bestu stundum að guðirnir væru með sér.

(13)