New York: kvæði

Höfundur: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1983
Flokkur: 

Úr New York:

Upphaf mannsins
Margoft hefir vindurinn
tekið fast í hurðarhúninn
á Henderson Place
borið Celiu boð frá einkennilegum stöðum

fyrir heppni í dag
spratt hurðin opin
og Celia hélt leiðar sinnar
út í veður og vind

kemur eftir drykklanga stund
í dýragarðinn í Bronx,
mildur andvari hrærir blöðin
á Seychelles eyjum

hér er upphaf mannsins
og einhyrningurinn gengur frjáls
fyrir foss eftir hvítan
foss í djúpum dal.

Það er langt að fara fyrir lítið
en því miður er sunnudagur
og einhyrningur, þegar bezt lætur
AÐEINS
á laugardögum

ísbjörninn lætur fallast á
hrammana
ljónið geispar
tígrisdýrið lítur ekki um öxl
Celia í æsku sinni
kemur í dýragarðinn í Bronx.

(s. 34-35)