Næturdýrin

Næturdýrin, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Ragnheiður Gröndal
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2018
Flokkur: 

um bókina

Systkinin Lúna og Nói vita fátt skemmtilegra en að leika sér saman - líka á nóttunni! Foreldrarnir þurfa hins vegar sinn nætursvefn og örmagna af þreytu leita þeir til prófessors Dagbjarts. Með hjálp prófessorsins uppgötva systkinin hið stórskemmtilega draumaland þar sem þau geta hoppað og skoppað í skýjaborgum en samt vaknað úthvíld.

Geisladiskur fylgir.

Teikningar og textar: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Tónlist: Ragnheiður Gröndal

 

úr bókinni

Kónguló, kónguló!
Ég skal senda þig út í sjó.
Hákarlinn kemur og bítur þig,
beint í bossann. Á!

Kónguló, kónguló!
Þú hræðir mig ekki, lítil og mjó!
Ég skal senda þig út í sjó!
Þar klípur þig risastór krabbakló!
Beint í bossann. Á!

Kónguló, kónguló!
Forðaðu þér til Mexíkó!
Áður en Lúna lemur þig
með ljótum gömlum inniskó!