Myndir frá Bruegel

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2002

Ljóð eftir William Carlos Williams.

Úr Myndum frá Bruegel:

Dansinn

Í frábærri mynd Bruegels, Bændadansinum,
fer dansfólkið í hringi, það fer hring eftir
hring, ískrið og baulið og trillurnar
í sekkjapípum, lúðri og fiðlum, otar
vömbunum (ávölum eins og barmaþykk
glösin með skolinu sem það svolgrar í sig),
mjaðmir og magar úr jafnvægi
í snúningnum. Það spriklar og veltist um
markaðstorgið, dillandi rassi og þessir
skankar mega vera traustir til að rísa
undir jafn svellandi takti, það sperrist við dansinn
í frábærri mynd Bruegels, Bændadansinum.

(8)