Morgunn í maí

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1978
Flokkur: 

Úr Morgunn í maí:

Hávallagata 49,

eða: gulur prestur í grasi svörtu.
K.K.

Í þessu húsi áttum við aldrei neinn frið
en aðeins þá byrði sem var þessi grunur og spurn,
líkt og ungi sem brýtur af sér kalkaða skurn
og eignast með trjánum fögnuð vorsins og klið
– þannig kom lífið til okkar þó enginn vekti
athygli manns á því hvernig gleðin blekkti
og kyrrstæðar myndir, sem minna á eilífan frið.
En ósvöruð spurn var áleitið verkefni drengs
sem átti í brjósti sér tóna þess gamla strengs
sem niðuðu undir og enginn til fullnustu þekkti.
– Heimsstyrjöld kom og dauðinn var daglegur gestur.
Þeir drápu hver annan og sá þótti vitaskuld mestur
sem úthellti blóði síns bróður af mestri snilld.
Og drengurinn sér að þeir drepa hver annan að vild.
Að hjarta hans er grunur sársaukans ókunna setztur
þessi svartklædda vitund skálds, þessi guli prestur.