Milla

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2012
Flokkur: 


Um Millu:Milla er tuttugu og eins árs gömul og þráir að lifa eins og venjuleg stelpa – en hún veit ekki hvað hún á að gera við líf sitt og hefur á tilfinningunni að komandi sumar gæti orðið hennar síðasta. Þrjár vikur í maí skipta sköpum: ástin kemur og fer, Milla ksrifar ömmu sinni ótal bréf en fær engin svör, hún skoðar vorkvöld í Reykjavík úr lofti með vini sínum og í vinnunni og skrásetur hún gögn „Safnsins um hina venjulegu íslensku fjölskyldu í lok tuttugustu aldar“.Úr Millu:Ég lýk upp dyrum bókasafnsins, ríf mig inn úr rokinu og rigningunni, tek af mér og stilli mér upp við bókavagnanna, að flokka bækurnar sem skilað var um helgina. Það eru ævintýrabækur, rit um tómstundir, ævisögur, ferðabækur, ljóð og skáldsögur. Þegar ég hef skipað bókum hvers flokks í stafrófsröð flyt ég þær á vögnunum á sinn stað og raða bókunum upp í bókahillurnar, fer yfir hillurnar, les ák ilina, bækurnar eiga að standa á réttum stað. Sumt fólk veit hvaða bók það ætlar að lesa, annað fólk veit það ekki. Fyrir hina fyrrnefndu verður að raða eftir kerfi. Fyrir þá sem velja bók af handahófi skiptir röðunin minna máli. Hávaxin kona með uppsett hár, klædd í pels og há leðurstígvél, gengur inn á safnið og skimar yfir svæðið, kemur aðvífandi, göngulagið er laust við útúrdúra.– Ég er að leita að stúlku eins og þér, segir konan.Munnurinn er stór, kinnbeinin há, nefið uppbrett.– Nú?– Mig vantar stúlku sem flokkar og skráir eigur mínar. Hvaða menntun ehfurðu?– Stúdentspróf.– Frekara framhaldsnám?– Opinmynnt hristi ég höfuðið, gleymi að loka munninum, nú sakna ég Maríu sem myndi svara fyrir mig og stjaka konunni frá.– Veistu í hvaða landi flestir frídagar á ári eru, spyr konan.– Mexíkó.– Rétt er svarað.Starfssystir mín nálgast.– Í hvaða landi eru næstflestir frídagar á ári?– Japan.– Rétt er svarað, endurtekur konan og reigir langan háls.– Hvað er klukkan í Búenos Aíres þegar hún er tíu í Reykjavík?– Átta.– Rétt er svarað. Hvenær kom fyrsta lárperan til Íslands?– Árið 1984.Ég hef ekki til einskis unnið á bókasafni í tvö ár.– Á hvaða trjám vex hvorki lauf né barr?– Trjám sem maður hengir fötin sín á.– Rétt er svarað.– Hvernig lítur þjóðfáni Grikklands út?Starfssystir mín er grönn og lágvaxin, silfurhærð og með silfurgrá augu sem lýsa þegar við mætumst á rökkvuðum göngum safnsins. Ekkert okkar gengur hjafn hratt og hún og heldur á háum stafla af bókum í fanginu, á skóm með hæl. Oft sitjum við saman tvær og borðum nestið í kaffitímanum: melónujógúrt og banana. Í dag klæðist hún fjólublárri blússu, gráu pilsi, svörtum sokkabuxum og gulum ökklabandsskóm.– Get ég aðstoðað, spyr hún og stillir sér upp við hlið mér.(51-3)