Menn og minningar : Viðtöl og þættir um ógleymanlega menn II

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1981
Flokkur: 

Af bókarkápu:

Í þessari bók lítur blaðamaður um öxl og bregður upp myndum af ógleymanlegum mönnum, sem hann hefur rætt við. Sagt er með aðstoð Árna Óla frá landfógetahúsinu gamla, þar sem veitingahúsið Torfan er núna; það er sagan af vinnukonunni, sem varð landfógetafrú í fínasta húsi bæjarins, en var að lokum borin út úr því með valdi. Björn Stefánsson segir á stórskemmtilegan hátt frá ferðinni sem aldrei var farin, og birtir bréf frá Jónasi frá Hriflu, en hann kemur reyndar víða við sögu í þessari bók. Ragnar Pétursson rifjar upp minningar sínar að austan og segir frá því, hvernig þremenningarnir svokölluðu, Lúðvík Jósefsson, Bjarni Þórðarson og Jóhannes Stefánsson, fóru að því að ná öllum völdum í Neskaupstað. Þá er ítarlegur þáttur um Magnús Magnússon, ritstjóra  Storms, þar sem hann bregður upp heillandi svipmynd af Ólafi Thors - hinum hjartahlýja höfðingja. Kunnir listmann koma fram, svo sem Ólafur Jóhann Sigurðsson, Jökull Jakobsson, Helgi Sæmundsson og Jón Helgason ritstjóri, sem rekur allítarlega ævi sína og störf, og mun það vera eina viðtalið sem til er við hann. Margir fleiri merkismenn segja frá, en bókinni lýkur á afar óvenjulegri frásögn Jóns Ólafssonar hæstaréttarlögmanns um ótrúlegt skákævintýri Björns Kalmans - snillingsins, sem ekki gat gleymt skákunum sínum.