Meistari Jón : predikari af Guðs náð

Útgefandi: 
Staður: 
Garðabær
Ár: 
1996

Ævisaga Jóns Vídalín f. 1666.

Af bókarkápu:

Jón Vídalín (1666-1720) var eitt af stórmennum íslenskrar kirkjusögu, farsæll biskup og kirkjuhöfðingi. Hann var predikari af Guðs náð og áhrifin, sem hann hafði á hugsunarhátt og tungutak fólks, eiga sér varla hliðstæðu í Íslandssögunni. Húslestrarbók hans, Vídalínspostilla, var til á nánast hverju einasta heimili í hartnær 200 ár og átti biskup því áreiðanlega stóran þátt í að móta trúarviðhorf þjóðarinnar með kjarnyrtum húslestrum sínum. Jón Vídalín fæddist í Görðum á Álfanesi 21. mars 1666 og er Vídalínskirkja í Garðabæ, sem var vígð árið 1995, kennd við hann.