Úr Meðan þú vaktir:
Ferð
Hann sté einn morgun
fram úr laufþykkni, fölnuðu nú,
ber sér í hlustum
hljóma síðan þá,
spyr hvað þeim olli
og leitar þess löngum,
gengur dægrin
sem dali, fer í sveig
hjá dyrum sem hann grunar
að feli svarið
en þyrði ekki inn um
fyrir sitt litla líf.