Málsvörn og minningar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2004

Um bókina

Málsvörn og minningar er uppgjör Matthíasar Johannessens skálds við samtíma sinn. Matthías var í áratugi í eldlínu þjóðfélagsumræðunnar sem ritstjóri Morgunblaðsins. Nú horfir hann á vígvöllinn úr fjarlægð sem veitir honum færi á að greina og túlka það sem hann sér. Innlifun og eldmóður einkenna stíl Matthíasar sem fer geyst og kemur víða við. Hér er fjallað um skáldskap og trú, mennsku og list, stundlegan gróða og varanleg gildi, uppruna, rætur, tungumál og fjölmiðla nútímans. Ljóð og sendibréf, samtöl og ádrepur, allt fellur í sama farveg og mótar áhrifaríka málsvörn skáldsins sem hefur staðið af sér hryðjur og storma og hefur margs að minnast.