Málfríður og tölvuskrímslið

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1998
Flokkur: 

Myndir: höfundur.

Úr Málfríður og tölvuskrímslið:

Kuggur rétt nær að skella sér í stígvélin og regnkápuna áður en Málfríður dregur hann út. Það er auðvelt að sjá í hvaða átt skrímslið hefur farið því það liggur kona í yfirliði hinum megin götunnar og þar skammt frá er karl, stjarfur af hræðslu. Þau heyra óp og öskur í skelfingu lostnu fólki neðar við götuna. Skrímslið geysist áfram og lætur ekkert á sig fá þótt einhverjir séu að reyna að leika hetjur og vilji stöðva það.
 „Við skulum taka sveig hérna og reyna að komast fram fyrir það!“ segir Málfríður og snarbeygir inn mjóa götu. Hún dregur Kugg á eftir sér.
 „Sjáðu, ef við förum svolítið lengra niður eftir þessari götu og beygjum svo aftur þarna niður frá, þá ættum við að geta náð því,“ segir Kuggur lafmóður.
 Eftir að hafa fylgt þessari áætlun á harðahlaupum standa þau allt í einu frammi fyrir skrímslinu þar sem það leynist í húsasundi.
 Það hlakkar í Málfríði. „Nú náum við því! Við króum það af. Á meðan ég tala við það, læðist þú aftan að því og hremmir það.“