Maðurinn sem hvarf

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1978

Glæpasagan Mannen som gick upp i rök eftir sænsku höfundana Maj Sjöwall og Per Wahlöö í íslenskri þýðingu Þráins Bertelssonar.

Af bókarkápu:

Blaðamaðurinn Alf Matsson virðist hafa horfið á ferðalagi í Búdapest, og Martin Beck rannsóknarlögreglumanni er falið það vandasama og viðkvæma starf að leita hans þar, því opinber rannsókn er talin óráðleg fyrr en meira er vitað. Alf Matsson bjó eina nótt á farfuglaheimili, fluttist síðan á Hótel Duna, fór eftir hálftíma út í borgina – og hvarf. Hótellykillinn fannst daginn eftir. Vegabréf hans, föt og farangur eru enn á hótelinu. Enginn veit hvað af honum hefur orðið. Martin Beck ferðast hingað og þangað um borgina í kæfandi hita, en öll spor virðast enda í blindgötu, hann er engu nær. Samt er hann aldrei einn. Honum virðist veitt eftirför, einhverjum er ekki sama um eftirgrennslanir hans.

Endurútgefin 1982.