Louisa Matthíasdóttir : Myndir

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1987

Paul Anbinder: Louisa Matthiasdottir: Small Paintings. Sigurður A. Magnússon þýddi úr ensku og ritaði formála.

Af bókarkápu:

Louisa Matthíasdóttir er einn af virtustu listmálurum vestanhafs og nýtur sívaxandi vinsælda fyrir verk sem eru séráparti í samtímalist. Viðfangsefni sækir hún að stórum hluta til ættlandsins þarsem hún á dýpstar rætur, enda er hún þar árlegur gestur. Í verkum sínum töfrar hún fram fjöll og stendur Íslands, ár og engi, borg og bæi, fólk og fénað í tærum litum og sérkennilega formfastri myndbyggingu. Þau eru bæði þéttriðin og þrælskipulögð, en vekja jafnframt kenndir víðáttu og frelsis.