Ljóðtímaskyn

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1999
Flokkur: 

Úr Ljóðtímaskyn:

Teinar

Tók neðanjarðarlestina
við Perluna
Hraðinn mikill lestin stansaði ekki
á stöðvum með hímandi neonfólki
dagblöðum sem þyrlast

Hvar kemst ég úr? spurði ég
konu með jasmínilm og fallega ökkla
Við höfnina sagði hún og brosti
Titraði svo og blánaði
Hné skjálfandi niður í flogakasti

Þetta eru miklu betri klefar
heldur en í lestinni til Selfoss
sagði fínlegur eldri maður í rykfrakka
Flogaveika konan horfin
þegar ég leit niður aftur

Og nú þurfti ég að hlusta
á langa greinargerð
fínlega mannsins
um hátimbraða gamaldags klefa
í Selfosslestinni

langt innan úr málmkenndri nótt
alla leið inn í teinalausan morgun