Ljóðlínuspil

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1997
Flokkur: 

Úr Ljóðlínuspili:

Lúið landakort

Í hanskahólfinu lúið landakort
Eytt og rifið í brotunum

Þangað rötum við gjarnan
Einmitt inní eydd og rifin brotin

En ef við lítum upp
úr hanskahólfi
og lúnu landakorti
blasir við blístrandi
melónusali
Ólétt afgreiðslukona
á bensínstöð
Hörð fjöll í fjarskanum

Ekkert þeirra veit
að við erum hvergi stödd