Úr Ljóð vega salt:
árstíðasólir
II
allt verður okkur að ást
í þessu stælta sólskini
heitt er í laufi þínu
í draumi í leik í hádegi
þú skilur allt orðlaust
efni og litir syngja fyrir okkur
og við erum allt alls staðar
allt verður okkur að ást
í þessu stælta sólskini
eftir másandi vegum í bíl
fjarlægjumst handan við handan við
nálgumst handan við handan við
berumst með vindum í skýjaleik
á himni allra lita og tóna
hæ! vaxið þið ávextir syngið þið tré
æpið þið vélar í angist hraðans
æpið og urrið og frjóvgist
myndbreytist stöðugt athafnir orð og hlutir
allt verður okkur að ást
í þessu stælta sólskini
við berumst hraðar og hraðar
út í blindandi ljósið...