Ljóð í Ljóð ungra skálda

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2001
Flokkur: 

Ljóð Sigurbjargar takk, Sjeikspír birtist í þessu safnriti.

takk, Sjeikspír (brot)

júlía

Svo kæmirðu kannski prílandi upp á svalirnar mínar í bleksvörtu myrkri legðir andlitið að rúðunni afmyndað mér yrði (æðislega) bilt við þú tækir mig nötrandi í fangið og snerir mér hring eftir hring á stofugólfinu við dyttum utan í hillusamstæðu (minnst) tvær styttur brotnuðu og hillurnar féllu næstum ofan á okkur þar sem við lægjum á rýjateppinu þú (sem fyrr) ofan á mér illa klæddur en myrkrið streymdi in af svölunum yfir teppið seinlega inn fyrir rotnandi varirnar.

(71)