Ljóð í Bók í mannhafið

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2000
Flokkur: 

Hugmynd og ritstjórn: Andri Snær Magnason.

Bók í mannhafið er ljóðabók með ljóðum ungra skálda. Hún var gefin út á miðnætti, 1. janúar 2000 og var bókin ekki til sölu heldur ætlunin að hún væri látin ganga frá einum lesanda til annars.

Auk Sigurbjargar eiga eftirtalin skáld ljóð í bókinni:
Sindri Freysson, Kristján Þórður Hrafnsson, Andri Snær Magnason, Ása Marin Hafsteinsdóttir, Vala Þórsdóttir, Gerður Kristný, Sigtryggur Magnason, Davíð Stefánsson, Kjartan H. Grétarsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Bergsveinn Birgisson og Steinar Bragi.