Litlu landnemarnir

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2001
Flokkur: 

Léttlestrarbók með mynum eftir Sigrúnu Eldjárn.

Úr Litlu landnemunum:

VII
Um morguninn hafði vindinn lægt.
Allir voru kátir og fóru að bera dótið út í skipin.
En skyndilega heyrðist Atli hrópa:
„Hvar er Þórir?“

Menn litu spyrjandi hver á annan.
Þegar betur var að gáð
vantaði ekki bara Þóri.
Aldís var líka horfin.
„Þau hafa flúið frá okkur,“
sagði Bjólfur þungur á brún.

Nú hófst mikil leit.
Það var leitað bak við hæðir og hóla,
ofan í lautum og gjótum
en ekki fundust Aldís og Þórir.
Helga og Ísólfur tóku þátt í leitinni.
Þau fóru með Bjólfi og Atla
langt upp í eyjuna.

„Kannski villumst við í þokunni
og finnum skipið aldrei aftur,“
hvíslaði Helga.
„Ég hugsa að pabbi rati,“
svaraði Ísólfur.
Þau komu að litlum bæ.
„Ef til vill veit fólkið þarna
um Aldísi og Þóri,“ sagði Atli.

En þegar þau komu inn í bæinn
var enginn heima.
Eldur logaði í stónni
og yfir henni hékk stór
pottur með graut.

(s. 52-53)