List friðarins

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1998

Kenningar upphafsmanns Aikidolistarinnar. Höfundur: Morihei Ueshiba. Þýðing úr enskri þýðingu John Stevens.

Úr List friðarins:

Önnur opinberunin átti sér stað í desembermánuði ársins 1940. „Um klukkan tvö um nóttina, þegar ég var að þvo mér í samræmi við helgisiðareglurnar, gleymdi ég skyndilega allri þeirri bardagatækni sem ég hafði áður lært. Allar aðferðirnar sem kennarar mínir höfðu innrætt mér runnu upp fyrir mér sem algerlega nýjar. Nú sá ég að þær voru tæki til ræktunar lífs, þekkingar, dyggðar og skynsemi, en ekki aðferðir til að fella fólk og halda því í skefjum.“

(úr inngangi, s. 6)

„Allt sem er, hið efnislega og hið andlega, er af einni rót og saman tengt, eins og ein fjölskylda. Hið liðna, verandin og verðandin, er allt fólgið saman í lífsaflinu. Alheimurinn varð og óx af einni rót og við þróuðumst með ákjósanlegustu framvindu sameiningar og samstillingar.“

(s. 14)

„Vertu ætíð jafn bjartur og heiður í sinni og víðfeðmur himininn, hafið mikla og tindurinn hæsti, tómur af hugsunum. Láttu ljós og hita ætíð leika um líkama þinn. Efldu með þér kraft viskunnar og sannleikans.“

(s. 31)

„List Friðarins er eins konar bæn sem getur af sér ljós og hita. Gleymdu þínu eigin litla sjálfi, skildu þig frá hlutunum og þú munt geisla frá þér birtu og hlýju. Ljósið er viska; hlýjan er samhugur.“

(s. 115)