Lífið - notkunarreglur

Útgefandi: 
Ár: 
2007
Flokkur: 

Leikritið var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í mars 2007 í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar.

Auk þess að vera höfundur verksins hannaði Þorvaldur einnig leikmynd og búninga.

Um verkið:

Hvað var það nú aftur sem við áttum að gera við þetta blessaða líf? Erum við kannski að misskilja þetta allt saman? Eða er ástin ef til vill svarið sem allt snýst um? Litríkur hópur fólks stendur frammi fyrir áleitnum spurningum um framtíðina og eigin hlutverk í lifinu, spurningunum sem engin virðist geta svarað svo vel sé, enda fylgir sjaldnast bæklingur með börnunum sem fæðast í þennan heim. Hér er fjallað um sundurleitan samtíma og óvissa framtíð.

Sýningin er unnin í samvinnu við útskriftarárgang leiklistardeildar Listaháskóla Íslands og er lokaverkefni þeirra við skólann.