Lifandi manna land

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1962
Flokkur: 

Úr Lifandi manna land:

Leit

Svo leitarðu dauðaleit að nýjum fögnuði
því einhversstaðar er hann –
sá eilífi er jafnvel ekki vonlaus.

Samt koma menn utan úr auðninni
og segja:
Þér er ekki til neins að berjast
þeir hafa gefið út skipanir sínar
og hér nemum við staðar.

En þú lætur þér ekki segjast –
kannski hafði þig dreymt fífil í haga
einhversstaðar er hann –

Þótt allir staðhæfi
að þú haldir för þinni til streitu af hjátrú.