Leyndardómur ljónsins

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2004
Flokkur: 

2. útgáfa gefin út árið 2013.

Um bókina:

Fjórir krakkar, þau Tommi, Anna, Harri og Valdís, kynnast í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði. Þar eiga sjöundu-bekkingar frá Reykjavík og Akureyri að dvelja saman í heila viku en strax á fyrsta degi fara undarlegir atburðir að gerast. Dularfullur skuggi, gamalt veggjakrot, draugasögur og fleira verður til þess að vekja forvitni krakkanna fjögurra sem leggja ýmislegt á sig til að afhjúpa leyndarmál staðarins. Úti geisar stórhríð og rafmagnsleysi á staðnum gerir stemninguna í skólabúðunum enn magnaðri.