Leópold sirkusljón hrellir borgarbúa

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1998
Flokkur: 

Myndir: Ólafur Pétursson.

Úr Leópold sirkusljón hrellir borgarbúa:

 Áður en nokkuð alvarlegt gerist fær Leópold aðstoð úr óvæntri átt. Strákur, sem er of lítill til að skilja að ljón getur verið stórhættulegt ef það gengur laust, er að leita að mömmu sinni og gengur á milli Leópolds og byssumannsins. Hann þorir því ekki að skjóta, þar sem litli strákurinn getur hæglega orðið fyrir skotinu. Þótt ljón geti verið hættuleg dettur Leópold ekki í hug að gera stráknum mein. Hann hefur meira að segja gaman af að fá hann til sín, leggst niður og lofar stráknum að príla upp á bakið á sér. Strákurinn skríkir af gleði og kallar til mömmu sinnar:
 Mamma sjáðu mig, er ég ekki duglegur. Ég kann að ríða á hesti!
 Guð sé oss næstur. Hann deyr! Hann deyr! Elsku Steini minn! hrópar mamma hans í örvæntingu. Allir sem horfa á halda niðri í sér andanum, nema varasirkusstjórinn sem hrópar til víkingasveitarinnar á ítölsku að það sé stranglega bannað að skjóta sirkusljón.
 Leópold stendur allt í einu upp, strákurinn rennur af baki, en Leópold þýtur í loftköstum upp á Suðurlandsbraut. Steini litli kjagar rogginn á móti mömmu sinni og skilur ekkert í af hverju hún er að gráta um leið og hún tekur hann upp og þrýstir honum að sér.

(s. 17 - 19)