Leitin að Morukollu : Ævintýri fyrir börn

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1991
Flokkur: 

Úr Leitin að Morukollu : Ævintýri fyrir börn:

„Það er undarlegt, vinir mínir, að ærin skuli ekki finnast á þessum slóðum,“ sagði Jón bóndi við Ljóma og Sóma og tuggði flatköku í erg og gríð. „Ef sagan af dvergnum í Svartasteini væri sönn, gæti ég vel trúað honum til að hafa falið Morukollu fyrir mér,“ bætti hann við. Sómi dillaði rófunni. Honum fannst ekkert ótrúlegt að dvergurinn hefði falið Morukollu. Hann vissi að dvergurinn var skrýtni karlinn sem var alltaf á rölti umhverfis Svartastein. Sóma fannst hann mesti leiðindagaur og hrekkjalómur. Þegar Sómi ætlaði að koma í veg fyrir að hann hrekkti Jón bónda, henti karlinn í hann kaplakögglum og rak tunguna framan í hann. Oft reyndi Sómi að hræða hann með spangóli. En karlinn gaf honum bara langt nef. Þegar Jón bóndi, Ljómi og Sómi höfðu satt sig og kastað mæðinni héldu þeir ferðinni áfram. „ Er um annað að ræða en halda inn í óbyggðir til að reyna að finna hana Morukollu. Hvað segið þið um það, karlarnir?“ sagði Jón við Ljóma og Sóma.

(s. 13)