Leit að tjaldstæði

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1973
Flokkur: 

Úr Leit að tjaldstæði:


ÞJÓÐSAGA

Stórstreymt er
og tungl næst jörðu.

Smalamaður,
er þú hóar saman fé
í ljósaskiptunum,
stendur skrímsli
í flæðarmálinu.

Rakki þinn
leggur á flótta.

Einsamall hlýtur þú
að mæta skrímslinu.

(s. 12)