Leiksoppur örlaganna

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1995

Victoria Holt: Secret for a Nightingale.

Úr Leiksoppi örlagana:

Musteri Satans

Það var ekki fyrr en við sigldum yfir Ermasundið og ég kom auga á hvítu klettana, að ég öðlaðist aftur snefil af raunsæiskennd. Það sem gerðist um nóttina var vegna þess að Aubrey hafði fengið högg á höfuðið. Það hafði haft tímabundin áhrif á persónuleika hans.
Ég trúði því að slíkt gæti gerst. Og veskið? Veskið hafði valdið mér heilabrotum. Einhver hlaut að hafa komið ræningjunum að óvörum og kannski höfðu þeir verið hræddir um að hafa drepið Aubrey og þess vegna dröslað honum á þennan stað, læst hann inni og látið sig hverfa. Að vísu voru þessar ályktanir mínar mjög úr lausu lofti gripnar. En ég varð að finna einhverja skýringu ef ég átti að koma eðlilega fram, ef ég átti að telja mér trú um að ekkert hefði í skorist á milli okkar. Það var auðvitað ekki rétt.
En ég varð að meta stöðu mína yfirvegað. Ég var gift Aubrey, bundin honum og hvað sem hann hafði gert af sér, varð ég að reyna að gera skyldu mina. Ég mátti ekki láta það eftir mér að fyrirlíta hann út af einu atviki sem kynni að hafa verið stundarbilun af hans hálfu. Margt undarlegt fór um huga fólks við undarlegar kringumstæður.
Ég varð að fara mjög varlega.

(s.77)