Leikritin Djöflaeyjan og Íslenska mafían

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1995
Flokkur: 

Ásamt Kjartani Ragnarssyni. Meðútgefandi: Leikfélag Reykjavíkur

Úr leikritinu Djöflaeyjan:

Skipsflaut kveður við. Fólk er veifandi uppá einhvejru sem gæti líkst skipi. Landgangur liggur þar uppá.

EINHVER: Bless mamma!
GÓGÓ: Bless börnin mín! See you lanter! Bye bye!
RADDIR: Bless mamma! Bless mamma!
Það er mistur yfir sviðinu. Óraunsæ ljós. Skipsflaut breytist í öldunið. Fólkið gengur frá landganginum. Það er einsog skipið fari. Ljósabreyting: Myrkur. Kveikt á einni týru: eldspýtu.
1. LEIKARI: Ljós í myrkrinu. Allt í kringum gamla húsið voru braggar. Ljós kvikna í myrkrinu sem liggur einsog biksvört slæða yfir tímanum og kaldri jörðinni.
2. LEIKARI: Vindurinn næðir af jökultindum.
3. LEIKARI: Bylgjur úthafsins brotna með þungum dyn á ströndinni. Og þarna er ljósið: í gluggum þessa gráa húss.
4. LEIKARI: Sem hét Gamla húsið alveg frá þeim degi þegar það reis upp af mölinni.
5. LEIKARI: Gamla húsið iðaði af lífi.
Krakkar hlaupa um. Börn gamla hússins: Baddi, Dollí og Danni.
5. LEIKARI: Matarilmur í eldhúsinu. Blússhiti á ofnunum.
LÍNA: Spaðaátta, laufagosi, tvistur...
1. LEIKARI: Í einni stofunni stigu harmonikkutónar fjörugan vals. Fjölskyldunni óx ekkert í augum, enda áleit hún veröldina heimili sitt.
BADDI: Pabbi, gemmér pening!
DOLLÍ: Amma! Hvar er kók?
1. LEIKARI: Og ók á risastórum krómuðum vængjabílum, mesta afreki vestrænnar iðnaðarframleiðslu.
Kona er komin á pallinn til Línu gömlu þarsem hún situr við borðið. Lína er að spá í bolla fyrir konuna.
LÍNA: Ég sé ferðalag, langt ferðalag.
DANNI: Amma mín. Veistu, hérna, fyrirgefðu, hvar eru hreinar buxur?
LÍNA: Sérðu ekki að ég er að spá fyrir konunni? Hvaða andskotans læti eru þetta? Við konuna. Bíddu góða! Hérna sé ég veikindi, mikil veikindi.
KONA: Guð og Jesús! Er það ég?
LÍNA: Nei, það ert ekki þú. En eihver sem stendur nærri þér. Hún tautar Fussa að glyssu gormi. Reki og hreki hið ragasta gauð í remmugorminn garma. Velli og bulli villu þollur.
DOLLÍ: Kemur til ömmu sinnar. Er heimurinn að farast?