Lángnætti á Kaldadal

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1964
Flokkur: 

Úr Lángnætti á Kaldadal:

Ljóð

Í hugskoti mínu djúpt
leynist þú og læzt sofa
en bíður þess að flögra út
eftir orðum í nóttina.

Þannig aðeins þannig heldurðu þér heilu
að rökkrið gæti þín
og þannig einungis þannig
villistu hæfilega langt.

Sama húm mun ég líka kjósa þegar ég leita þín
ljóð mitt ósk mín og óráð
við komum skefld til baka í morgunsárið
og förum hvort á sinn stað í felur.

Manneskjan er þó aldrei annað en manneskja
sömuleiðis vænti ég að þú sért þessa heims
það er að sönnu ófriðlegt hlutskipti
en skyldum við mega vænta annars?