Safn ljóða eftir Edith Södergran. Njörður þýddi á íslensku og skrifaði einnig inngang um skáldið.
Úr bókinni:
Þrjár systur
Ein systirin elskaði berin sætu,
önnur elskaði rósirnar rauðu,
sú þriðja elskaði kransa hinna dánu.
Fyrsta systirin giftist:
sagt er að hún sé hamingjusöm.
Önnur systirin elskaði af öllu hjarta:
sagt er að hún sé óhamingjusöm.
Þriðja systirin varð dýrlingur:
sagt er að hún muni eignast lífsins kórónu.
Kristin trúarjátning
Hamingjan er ekki sú sem okkur dreymir,
hamingjan er ekki nóttin sem við minnumst,
hamingjan býr ekki í söng löngunar okkar.
Hamingjan er eitthvað sem við aldrei vildum,
hamingjan er eitthvað sem við illa skiljum,
hamingjan er krossinn sem öllum er reistur.
(22-3)