Land þagnarinnar

Útgefandi: 
Staður: 
Akranes
Ár: 
2007
Flokkur: 

Af bókarkápu:

Hér er á ferðinni óvenjuleg saga þar sem rakin eru flókin fjölskyldutengsl sem eiga sér rætur í stríðshrjáðri Evrópu. Land þagnarinnar er önnur skáldsaga Ara Trausta.

Hvað var það sem ekki mátti tala um? Hvers vegna var aldrei talað um þennan þýska afa hans sem ekki var einu sinni til ljósmynd af? Eða var hún til? Þegar drengurinn Arnar Einarsson spyr ömmu sína hvar afi hans sé fer sú gamla undan í flæmingi. Hið sama gerist þegar drengurinn gengur á aðra fjölskyldumeðlimi – enginn vill ræða fortíðina því fjölskyldan býr yfir leyndarmáli sem vafin er þagnarhjúpi í uppvexti drengsins.
Á fullorðinsárum hefst leit Arnars að afanum á nýjan leik og nú verður hvergi hvikað fyrr en sannleikurinn kemur í ljós – hversu óvæginn sem hann kann að vera.