Land mitt og jörð : Ljóð

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1994
Flokkur: 

Úr Land mitt og jörð:

Að vökunnar mildandi ljósi

[brot]

50.

Vertu sæll, segir landið við spóann, og ágústvængirnir vitja suðrænni vinda við sól.

51.

Vængbrotin bíður minningin þeirra daga sem vöktu hana, bíður líknandi lófa dauðans.

52.

Hugskot mitt gamalt hreysi og vetrarsólin varpar engum skugga gegnum rúðurnar, skuggalausar flögra hugsanir mínar fuglar í búri, en úr fjarlægð heyrast þórdrunur nálægra daga.