Kysstu stjörnurnar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1983

Þýtt úr dönsku. Bjarne Reuter: Kys stjernerne.

Úr Kysstu stjörnurnar:

Það voru sem sagt samankomnir allmargir krakkar í leikfimisalnum þennan eftirmiðdag, og sumir meira að segja uppáfærðir í glæsilega leikbúninga. Flottastur allra var þó án efa Stig-Ole, klæddur í glitbúning sem leit út fyrir að vera fenginn beinustu leið úr hinum æsilegu ævintýrum þúsund og einnar nætur. Á fótunum hafði hann ranaskó. Á endatotunum sátu litlar bjöllur sem kliðuðu þegar hann gekk. Hægri hönd hans hvíldi á glampandi sverðshjöltum, en sú vinstri í lófa móður hans sem brosti til hægri og vinstri með munni sem líktist lokuðum rennilás. (Það hlaut að vera hún sem hafði saumað glæsibúninginn.)

(s. 11)