Kvöldstund með pabba - Lítil saga handa börnum

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Akureyri
Ár: 
1983
Flokkur: 

Endurútgefin af Mánabergsútgáfunni, Breiðdalsvík árið 1997, með myndskreytingum Erlu Sigurðardóttur.

Úr Kvöldstund með pabba - Lítil saga handa börnum:

- Hver á að passa okkur Gunnu? spyr ég. Mér líst ekkert á þetta.
- Nú, auðvitað pabbi ykkar, hver annar, svarar mamma brosandi.
- En … - Heldurðu að hann geti það ekki? grípur mamma fram í fyrir mér.
- Ju-ú, kannski. En hann þarf að horfa á sjónvarpið, segi ég. Kannski langar mig með mömmu.
- Hann getur það líka. En svo gæti hann nú alveg sleppt því, segir mamma.
- Fáum við þá ekkert að borða? spyr ég. Mamma hlær.
- Ég fer nú ekki fyrr en eftir kvöldmat, segir hún.
Ég býð spenntur eftir því, að pabbi komi heim úr skólanum, til að geta sagt honum þessi stórkostlegu tíðindi. Ég er alltaf að spyrja mömmu um klukkuna, því ég veit, að pabbi kemur heim um fimm leytið. Ég þekki ekki alveg á klukku.

(s. 5-6)