Kvöldsögur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1994
Flokkur: 

Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndskreytti.

Af bókarkápu:

Í kvöldsögum eru fjórar myndskreyttar ævintýrasögur fyrir yngstu lesendurna og börn á forskólaaldri. Þótt allar sögurnar tengist jólunum á einn eða annan hátt er viðfangsefnið margvíslegt.

-Snjókarl biður vin sinn að fljúga með sér til fjarlægst lands til að gefa veikum strák leikföng.
-Jólasveinn týnir lyklinum að hlöðunni þar sem gjafirnar eru geymdar og sér ekki fram á að geta glatt börnin.
-Blómálfar hjálpa einmana stúlku að taka til og gleðja foreldra sína.
-Lítill bangsi þarf að dúsa einn uppi á hálofti á meðan heimilisfólkið syngur og dansar í kringum jólatré.