Kuggur til sjávar og sveita

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1988
Flokkur: 

Höfundur myndskreytti.

Úr Kuggur til sjávar og sveita:
 
 - Skyldi einhver búa hérna? Segir Málfríður og lítur í kringum sig.
 - Það er aldrei að vita, segir Kuggur og horfir líka í kringum sig. Allt í einu finnst honum einhver horfa á sig stingandi augnaráði. Hann snýr sér snöggt við . . . og . . . hann sér einhverja furðuveru!
 - Sjáið þið, hvíslar hann til hinna. – Er hún ekki illileg?
 Veran mjakast hægt í áttina til þeirra. Hún urrar og er grimmdarleg á að líta.
 - Komdu sæl, heillin, segir Málfríður, - við erum komin í heimsókn!
 Veran urrar enn meira og virðist ekki skilja Málfríði.
 - Ég er hér með merki sem geimverur skilja, segir mamma Málfríðar og dregur marga litla fána upp úr tösku sinni.
 - Við erum góð! segir hún og bregður fána á loft.
 - Við erum vinir þínir! Hún veifar öðrum.
 Geimveran verður ekkert blíðlegri á svipinn.
 - Viltu nammi? spyr Kuggur og heldur einum fánanum á loft. Geimveran hristir hausinn. Hún hrifsar alla fánana af mömmu Málfríðar, gramsar í þeim, og velur loks nokkra sem hún sýnir þeim.
 Þau horfa öll á merkin og líta síðan á Málfríði.
 - Hún vill fá pilsið þitt, Málfríður! segir Kuggur.
 - Nei, hættið nú alveg. Þvílík ósvífni! segir hún. – Við skulum koma okkur. Þetta er grautfúl geimvera!

(s. 15)